VIÐAUKI A: Python-teikning tvívíðra falla¶
A1. Hæðarlínu- og hæðarsvæðamyndir¶
Hæðarlínur með skipuninni contour
Aftast í kafla 1.3 var gefið dæmi um teikningu
hæðarlína (contours) falls með fallinu plt.contour
, þar sem flestir
stýristikar höfðu sjálfgefni gildi. Dæmið sýndi þó hvernig hægt er að tilgreina
litaskala og línubreidd: Litaskali sem heitir rainbow var valinn og ennfremur
þriggja punkta línubreidd (1 punktur = 1/72 tomma \(\approx\) 3.5 mm). Hér
verða nokkrir fleiri stýrimöguleikar kynntir, en fyrst skoðað hvað stikarnir x,
y og z geyma og hvað fallið dularfulla np.meshgrid
gerir.
Skipunin plt.contour(x, y, z)
teiknar hæðarlínur fyrir yfirborð sem lýsir
tvívíðu falli \(f\) þar sem
Hér eru x
og y
vigrar með gildum sem spanna svæðið sem teikningin nær
yfir (t.d. úr np.linspace
) og z
er fylki með gildum \(f\) á svæðinu.
Hér hefur stærðfræðilegur ritháttur verið notaður fyrir fylkið og vigrana. Til
að gefa z gildi í Python mætti nota:
(nx,ny) = (len(x), len(y))
z = np.zeros((ny,nx))
for j in range(ny):
for i in range(nx):
z[j,i] = f(x[i], y[j])
Ástæða þess að vísað er í \(z_{ji}\) en ekki \(z_{ij}\) er sú að hefðin býður að vísa í dálka fylkis (sem ganga frá vinstri til hægri) á eftir línum þess (\(z_{ji}\) er í \(j\)-tu línu og \(i\)-ta dálki), en í tvívíðu hnitakerfi kemur \(x\)-hnit (líka frá vinstri til hægri) á undan \(y\)-hniti.
Í staðinn fyrir for
-lykkjur má líka nota comprehension.
z = [[f(xi,yj) for xi in x] for yj in y]
Þetta er bæði einfaldari kóði, og auk þess sleppur maður við að nota þessa
svolítið ruglingslegu röð: j,i
. Svo er enn einfaldari leið að skrifa:
(X,Y) = meshgrid(x,y)
Z = f(X,Y)
og í framhaldi plt.contour(X, Y, Z)
. Til að það virki þarf að gæta þess að
forrita fallið f
þannig að það geti tekið við vigur-viðföngum, sér í lagi
þarf að nota NumPy útgáfur af stærðfræðiföllum sbr. kafla 10.3 í Fyrirlestrarnótum
um Python.
Stilling á útliti hæðarlínumynda
plt.contour(x, y, z, stiki=gildi,...)
teiknar hæðarlínur og setur ýmsa
stillingarstika. Helstu stikar eru:
levels
tala með fjölda hæðarlína sem teiknaðar eru, eða vigur með gildum fallsins sem hæðarlínurnar eru teiknaðar fyrir.
colors
litur til að lita allar hæðarlínurnar eins eða vigur af litum, t.d.['r', 'g', 'b']
til að lita þær rauða, græna, bláa, rauða, græna, bláa,…
linewidths
línubreiddir eða línubreidd
cmap
tilgreinir litaskala (colormap) til að nota; sjá kafla A4.
c = plt.contour(...)
og plt.clabel(c, fmt="%.0f")
merkir hverja
hæðarlínu með gildi fallsins á henni. Líka má merkja t.d. aðeins neðstu 5
línurnar með plt.clabel(c, c.levels[:5])
Auk þess að nota stillingarviðföng í kalli á contour
er hægt að stilla stærð
myndar, bæta við titli, merkingum á ása o.fl. með ýmsum Matplotlib- skipunum sem
lýst er í 9. kafla
í Fyrirlestrarnótum um Python.
Sýnidæmi: Hæðarlínur falls
Eftirfarandi forrit teiknar hæðarlínur fallsins \(f(x,y) = x^2 + 4y^2\) á
rétthyrningnum \([-3,3] \times [-2,2]\). Takið eftir hvernig snið merkinga í
clabel
er stillt með fmt
-stika og einnig skrefin á merkingum y-áss með
plt.yticks
.
def f(x,y): return x**2 + 4*y**2 plt.figure(figsize=(6,3)) x = np.linspace(-4,4,100) y = np.linspace(-2,2,50) z = np.array([[f(xi,yj) for xi in x] for yj in y]) c = plt.contour(x, y, z, 8, colors = 'brown') plt.clabel(c, fmt="%.0f"); plt.yticks(np.arange(-2, 3)) plt.axhline(c='k') plt.axvline(c='k');
Hæðarsvæði með skipuninni contourf
plt.contourf(x, y, z, stiki=gildi…) teiknar tvívítt fall með því að lita
svæði eftir gildi þess. Svæði sem eru á milli tveggja samliggjandi hæðarlína sem
plt.contour
mundi teikna litast með sama lit og contour
mundi lita neðri
línuna með. Stikarnir x, y, z
eru eins og lýst er fyrir contour
, og
stillingarstikarnir levels
og colors
sömuleiðis. Hinsvegar er enginn
linewidths
stiki og ekki hægt að nota clabel
.
Eftirfarandi mynd fæst með contourf
í forriti sem er svipað og
Forrit 1. Öfugt við mynd 1 er ekki
hægt að sjá gildi fallsins á þessari mynd. Til þess þarf að bæta við litastiku,
en um þær er fjallað í kafla A5.
Hægt er að nota contourf
til að búa til myndir þar sem litirnir breytast
samfellt (ekki ósvipað og á heimskortinu á mynd 1.4) með því
nota hátt gildi á levels
stika, t.d. á bilinu 100–200. Slíkar myndir má líka
búa til með fallinu imshow
, sbr. fyrsta sýnidæmið í
kafla A5.
A2. Fjarvíddarmyndir¶
Netmyndir með plot_surface
Til að teikna netmyndir þarf smá undirbúning: Í fyrsta lagi þarf að flytja inn
klasann (class) Axes3D í einingunni mpl_toolkits.mplot3d
með skipuninni:
from mpl_toolkits.mplot3d import Axes3D
,
í öðru lagi þarf að búa til fylki X
og Y
sem spanna teiknisvæðið
með skipuninni
(X,Y) = np.meshgrid(x,y)
þar sem x
og y
eru vigrar eins og í kafla A1 og í þriðja lagi þarf að
smíða sérstaklega þrívítt hnitakerfi (ása; axes) til að teikna í, með
skipuninni:
ax = plt.subplot(projection = '3d')
Teikniskipunin plot_surface
sem teiknar sjálfa netmyndina er svo aðferð
(method) í ásunum ax
þannig að það er kallað á hana með
ax.plot_surface
. Þetta er sýnt er í eftirfarandi dæmi, sem teiknar fallið
sem gefið er aftast í kafla 1.3. Takið eftir að
eins og þegar einvíð föll voru teiknuð þarf að nota np-útgáfur af innbyggðu
föllunum, sem sé np.sqrt en ekki math.sqrt, til að fallsgildi allra staka í
vigrum reiknist í einu lagi.
def f(x,y): r = np.sqrt(x**2 + y**2) return (1 + 4*np.sin(r))/(1 + 4*r) x = y = np.linspace(-10,10,30) Z = np.array([[f(xi,yj) for xi in x] for yj in y]) (X,Y) = np.meshgrid(x, y) plt.figure(figsize=(12,5)) ax = plt.subplot(projection='3d') ax.plot_surface(X, Y, Z, edgecolor='k', shade=False, color='w');
Athugið
Tæknilega eru ásarnir ax
hlutur (object) af klasatagi (class type)
Axes3DSubplot
, eða með öðrum orðum eintak af taginu Axes3DSubplot
,
sem er klasi sem erfist frá klasanum Axes3D
sem aftur erfist frá
Axes
. Þegar klasi er fluttur inn eru skipanir í honum framkvæmdar og því
getur innflutningur á klösum haft ýmsar hliðarverkanir. Að flytja inn klasann
Axes3d
hefur þá hliðarverkun að plt.subplot ræður við að smíða þrívíða
ása.
Upplýstar myndir með plot_surface
Skipunin sem notuð er til að teikna netmyndir, plot_surface
nýtist líka til
að teikna upplýstar myndir. Eftirfarandi mynd fæst með forriti sem er eins og
Forrit 2 fyrir utan að aftasti stikinn sem linspace fær er
100 og síðustu línunni er skipt út með:
ax.plot_surface(X,Y,Z,color='wheat',rcount=100,ccount=100,antialiased=False)
A3. Teikning stigla¶
Eins og nefnt var aftast í kafla 1.6 má teikna stigla með fallinu
quiver
.
Sýnidæmi: Teikning stigla
Forritið hér að neða teiknar hæðarlínur fallsins
sem teiknað var í kafla A1, og jafnframt stigla þess í sérhverjum punkti í rétthyrndu neti.
def f(x,y):
return x**2 + 4*y**2
def fx(x,y):
return 2*x
def fy(x,y):
return 8*y
X = np.linspace(-4,4,50)
Y = np.linspace(-2,2,25)
X3 = X[::3]
Y3 = Y[::3]
z = np.array([[f(x,y) for x in X]
for y in Y])
u = np.array([[fx(x,y) for x in X3]
for y in Y3])
v = np.array([[fy(x,y) for x in X3]
for y in Y3])
c = plt.contour(X, Y, z, 12, colors='red')
ax = plt.gca()
ax.set(aspect = 'equal',
yticks = np.arange(-2,3,1))
plt.clabel(c, fmt="%.0f");
plt.quiver(X3, Y3, u, v);
Athugið
Til að skoða lista yfir alla eiginleika (properties) sem hægt
er að stilla með ax.set
má gefa skipunina plt.getp(ax)
Æfing: Rosenbrock-stigull
Reiknið (á blaði) stigul falls Rosenbrocks
\[f(x_0, x_1) = (1 - x_0)^2 + 100(x_1 - x_0^2)^2\]Reiknið í framhaldi \(\nabla f(-1,1)\), \(\nabla f(0,1)\) og \(\nabla f(1,1)\). Athugið hvort niðurstöðurnar rími við eftirfarandi hæðarlínumynd af fallinu, t.d. með því að rissa upp á blaðið stiglana þrjá og hæðarlínur í grennd við þá (styttið þá samt svo þeir komist fyrir á blaðinu..
A4. Litaskalar¶
Litaskalar (colormaps) í tölvugrafík eru ýmist notaðir til að sýna gildi á samfelldum breytum (föllum) eða á flokkunarbreytum sem geta tekið eitt af nokkrum gildum (oftast innan við tíu). Myndirnar sem um ræðir eru oft hæðarlitamyndir, en geta líka verið af annarri gerð, t.d. línurit, punktariti eða súluriti.
Matplotlib hjálpin geymir yfirlit yfir innbyggða litaskala og myndir af þeim. Hjálpin flokkar litaskalana í nokkra yfir- og undirflokka. Yfirflokkarnir eru:
runu- (sequential)
tvístefnu- (diverging)
lotu- (cyclic)
eigindlegir (qualitative)
Fyrstu þrír flokkarnir eru fyrir samfelldar breytur en sá síðasti fyrir flokkunarbreytur. Tvístefnuskalar gætu e.t.v. hentað til að sýna föll með tiltekinn núllpunkt (frost og hita), og þriðji flokkurinn fyrir lotubundin föll. Auk fyrrnefndra fjögurra flokka er í hjálpinni flokkur með yfirskrift Ýmsir skalar (miscellaneous) og þar á meðal eru nokkrir skalar sem henta fyrir samfelldar breytur. Þeir eru settir í flokk með runuskölunum hér.
Skipanir sem nota litaskala
Hægt er að tilgreina colormap með þeim skipunum sem geta litað gögn eftir
tölugildi. Meðal þessara skipana er skipunin plt.scatter
sem fjallað er um í
9. kafla í Fyrirlestrarnótum um Python og auk þess
skipanirnar í köflum A1–A3 hér á undan:
plt.contour
plt.contourf
plt.quiver
plot_surface
Hægt er að velja með hvaða skala er litað með skipuninni:
plt.set_cmap(skali)
þar sem skali
er annaðhvort strengur með nafni litaskala eða hlutur af tagi
Colormap
(nánar tiltekið matplotlib.colors.Colormap
); sjá forritið aftast í kafla 1.3. Önnur leið
er að tilgreina skalann um leið og teiknað er, en allar framangreindar skipanir
eru með valkvæðan stika, cmap
sem nota má til að velja skalann.
Samfelldir skalar
Sjálfgefni skalinn í Matplotlib kallast viridis og hér er mynd af honum:
Skalinn byrjar með dökkbláum lit og færir sig samfellt í gegn um bláa og græna liti yfir í gulan. Hægt er að skipta samfelldu skölunum í tvo flokka: Þá sem eru enda á hvítum lit eða a.m.k. mjög ljósum lit og þá sem enda á aðeins dekkri lit. Skalarnir sem enda á (nánast) hvítum lit henta ekki til að teikna punktarit eða línurit á hvítum bakgrunni, en gætu hentað fyrir hæðarlitamyndir (sbr. landakort þar sem hæstu fjallatindar eru hvítir). Meðal hinna skalanna eru nokkrir marglitir, sumir með liti í svipaðri röð og í regnboganum og nokkrir þar sem allir litirnir hafa sama tón eða annan af tveimur. Eftirfarandi mynd sýnir hæðarlínur fallsins \(f(x,y) = \sqrt{x^2 + 3y^2}\) með 15 skölum í seinni flokknum:
(vinnubók til að búa myndina til). Af ein- og tvítóna skölum líta t.d. copper, winter og viridis (sá sjálfgefni) vel út, en af litríkari skölum t.d. gnuplot, rainbow og jafnvel nipy_spectral.
Flokkunarskalar
Flokkunarskalarnir (þeir eigindlegu, qualitative) sem eru innbyggðir í Matplotlib eru m.a. Accent, Dark2 og Set2 með 8 litum hver, Set1 með 9 litum, tab10 með 10 litum, Set3 með 12 litum og tab20 með 20 litum. Litir þessara skala eru misvel aðgreinanlegir, en Set1 er allgóður fyrir allt að 9 liti (með því að dekkja gula litinn í honum smávegis), og tab20 er þokkalega góður óbreyttur fyrir allt að 20 liti.
Sá galli er á notkun þessara innbyggðu litaskala er að þeir duga illa nema fjöldi hópa sem teikna skal sé nákvæmlega jafn fjöldanum í skölunum. Til að bæta úr því má búa til litaskala með tilteknum litafjölda, allt að 20, með eftirfarandi falli:
def qcmap(n):
# Fjölgun scatter-lita upp í allt að 20
# Bætið viðfangi 'cmap=qcmap(n)' við plt.scatter kall
import matplotlib.colors as clrs
use_cmap = 'Set1' if n <= 9 else 'tab20'
cmap = plt.get_cmap(use_cmap)(range(n))
if n > 5: cmap[5] = [0.95, 0.75, 0, 1] # dekkja gula litinn
return clrs.LinearSegmentedColormap.from_list("",cmap,n)
Dæmi um flokkun hópa og notkun þessa falls er í sýnidæminu aftast í næsta kafla.
A5. Litastikur¶
Við höfum þegar séð nokkur dæmi um litastikur (colorbars), í kafla 13.6 og í verkefni 15 í Python-nótunum og aftast í kafla 1.3 í þessum nótum. Hlutverk litastika er að sýna hvaða talnagildi eða fallsgildi samsvara hvaða lit og að vissu leyti svara þau til merkinga x-ás og y-ás sem sýna hvar í planinu tiltekin hnit eru. Til að setja litastiku með sjálfgefnum stillingum hægra megin við þá mynd sem síðast var teiknuð má nota aðra af eftirfarandi skipunum:
colorbar()
cb = colorbar()
Hluturinn cb
verður af taginu Colorbar
. Í hæðarsvæða- og hæðarlínumyndum
er sjálfkrafa notaður flokkunarskali (reyndar ekki einn af þeim sem taldir
eru í kaflanum á undan, heldur eru notaðir jafnt dreifir litir úr viridis
eða skala sem valinn hefur verið með plt.set_cmap
). Næstu töflur sýna nokkrar af
þeim stillingum sem í boði eru; sú fyrri sýnir stika í colorbar
og sú seinni
stillingar sem nota cb
.
|
breidd litastikunnar verður 1/10 af lengd hennar (sjálfgefið 1/20) |
|
stillir stærð stiku (hlutfall stikubreiddar af breidd myndar). |
|
teiknar svartar línur á litamörkum í flokkunarskala |
|
sýna stikuna lárétta neðan við mynd |
|
stilla bil milli myndar og stiku (sjálfgefið 0.05 eða 0.15 fyrir undirstiku) |
|
setur textaskýringu við stikuna |
|
setja tick-merkingar við talnagildi 1, 2, 3, 4 |
|
sýna tick merkingar með 2 aukastöfum |
|
tick-merkingar verða 1, 2, 3 eða A, B, C |
|
lengd strika við tick-merkingar verða 0 punktar (þau hverfa) |
|
setja talnagildi þar sem stikan byrjar og endar |
|
fjarlægja ramma utan um stiku |
Eftirfarandi sýnidæmi sýna ýmsar af framangreindum skipunum að verki. Notaðar eru mismunadi aðferðir til að sýna fallið sem teiknað er á mynd 7, \(f(x,y) = \sqrt{x^2 + 3y^2}\) (en reyndar ekki á sama svæði og þar).
Skipanir sem búa til X, Y og Z fylki sem lýsa fallinu eru aðeins hafðar með í fyrsta sýnidæminu, og vigur F með fallsgildum á hæðarlínum og mörkum hæðarsvæða er líka bara búinn til þar. Gildi F eru einnig merkt inn á tilheyrandi litastikur.
Sýnidæmi: Samfelld litamynd með imshow
def f(x,y):
return np.sqrt(x**2 + 3*y**2)
x = np.linspace(-2, 7, 100)
y = np.linspace(-1, 6, 100)
(X,Y) = np.meshgrid(x,y)
Z = f(X,Y)
zmax = np.max(Z)
F = range(0, math.ceil(zmax)+1)
plt.imshow(Z, cmap="gnuplot", extent=(-2,7,-1,6), origin='lower')
plt.xticks(range(-2,8))
plt.colorbar(aspect=15, ticks=F, fraction=0.05)
plt.clim(0,zmax)
Nokkur atriði þarfnast útskýringar:
Sjálfgefin mörk litaskala er spann Z-gildanna, en þar sem það nær ekki alveg niður í núll vegna afrúnningsskekkju er bætt við
clim
-skipun (color limits) til að hafa núll með.Án stillingarinnar
origin='lower'
mundi núllpunktur hnitakerfisins vera efst til vinstri og y-ásinn stefna niður. Það væri viðeigandi þegar skipuninimshow
er notuð til að birta myndir úr myndaskrám (t.d. ljósmyndir).Loks dugar
fraction=0.05
til að litastikan hafi rétta lengd. Þessi stilling er reyndar dálítið dularfull og öll gildi frá 0.05 til 0.12 gefa stikunni rétta lengd. Flóknari aðferð til að fá stiku af réttri lengd er rædd í þessu stackoverflow-svari.
Sýnidæmi: Hæðarsvæðamynd með contourf
plt.contourf(X, Y, Z, levels=F, cmap="gnuplot")
plt.clim(0,zmax)
plt.xticks(range(-2,8))
cb = plt.colorbar(ticks=F, label='fallsgildi')
Þetta forrit skýrir sig að mestu sjálft, og hér er myndin sem það býr til:
Sýnidæmi: Hæðarlínumynd með contour
lev = F[1:-1]
plt.contour(X, Y, Z, levels=lev, cmap="gnuplot", linewidths=3)
plt.xticks(range(-2,8))
cb = plt.colorbar(aspect=15, ticks=lev)
cb.outline.set_visible(False)
cb.ax.tick_params(size=0)
cb.ax.set_ylim(min(lev)-0.1, max(lev)+0.1);
Í lev
er bæði fyrsta og síðasta fallsgildinu í F
sleppt. Þessi gildi
þarf að hafa með í contourf
, því þau afmarka lægsta svæðið og það hæsta,
en ekki í contour
sem aðeins teiknar mörk milli svæða. Án öftustu
línunnar mundu efstu og neðstu strikin í litastikunni verða of mjó.
Hér er Colab-vinnubók með framangreindum sýnidæmum. Í vinnubókinni eru tveir forritsbútar í viðbót sem teikna sama fall, annar sýnir hvernig nota má contourf til að búa til samfellda litamynd og hinn hvernig hægt er að afmarka hæðarsvæði með mjóum svörtum línum.
Æfing: Litaskalar og -stikur
Opnið vinnubókina með sýnidæmunum og prófið ykkur áfram með að breyta stillingum myndanna.
Aftast í vinnubókinni er svo eftirfarandi sýnidæmi sem sýnir notkun flokkunarskala og
fallsins qcmap
sem gefið var aftast í kafla A4.
Sýnidæmi: Flokkun ára eftir veðri
(ár,hiti,úrkoma) = np.loadtxt("http://cs.hi.is/python/hiti-urkoma.txt").T
kóði = []
for (h,ú) in zip(hiti,úrkoma):
kóði.append(
0 if h > 4.5 else
1 if h < 3.5 else
2 if ú > 700 else
3)
lbl = ['hlý ár', 'köld ár', 'blaut ár', 'þurr ár'];
plt.scatter(hiti, úrkoma, c=kóði, cmap=qcmap(4))
plt.xlabel('hiti'), plt.ylabel('úrkoma')
cb = plt.colorbar(ticks=range(4))
cb.set_ticklabels(lbl)
cb.ax.tick_params(size=0)
plt.clim(-0.5,4-0.5)
plt.grid()
Æfing:
Breytið síðasta falli þannig árin séu flokkuð í 9 flokka.
Æfing:
Teiknið ýmsar myndir af fallinu sem gefið er aftast í kafla 1.3:
(samfellt litaða mynd, hæðarsvæðamynd, hæðarlínumynd). Prófið nokkra litaskala, bætið við litastiku, fjölgið hæðarlínum, o.s.frv.